Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Próteinviðbótin fyrir þínar þarfir

Prótein er eitt mikilvægasta næringarefnið til að viðhalda góðri heilsu. Orðið prótein á rætur sínar að rekja til gríska orðsins proteios, sem þýðir fyrst eða forgangur, sem undirstrikar mikilvægi þess. Prótein stuðlar að uppbyggingu vefja líkamans eins og t.d. vöðva, sem skýrir þörf á nægjanlegri inntöku. Prótein duft er algengt fæðubótaerefni sem er þó til í mörgum myndum sem ég ætla að útskýra nánar hér að neðan, þó þessi bætiefni komi ekki í stað fæðu þá er vægi þeirra mikilvægt að mínu mati til þess að vega upp tryggingu að við séum að fá nóg og mögulega minna að einhverju óskynsamlegu. 

Hér að neðan ætla ég að fara yfir helstu flokka í þessu sambandi

Líffræðileg nýtni eða e.(bioavailability) matvæla eða fæðubótarefna segir til um hversu vel líkaminn getur nýtt sér næringarefnin í þeim. Því hærri sem líffræðileg nýtni er, því skilvirkari og meiri verður upptakan af t.a.m. þeim amminósýrum sem til eru til staðar eða næringarefnum almennt. 

Á þessum lista sést hver nýtni líkamans er eftir undirtegundum próteina. (Fyrir áhugasama geta skoðað e. biological value of protein sources)

Whey eða Mysuprótein hafa hæstu nýtingu allra próteinundirflokkana. Whey „isolate“ er eins og sést hreinasta formið sem við fáum og frásogast tiltölulega hratt sem gerir það gott eftir æfingar, því talið er að nýmyndunargluggi eftir æfingar séu 2 klst, sem hraða endurheimt og nýmyndun próteina í vefjum líkamans eftir átök. Til að skilgreina betur hvað isolate merkir þá er búið að einangra próteinið frá laktósa og fitu svo við erum með yfirleitt 90% innihaldi hreinna próteina með þeim amminósýrum sem eru til staðar eins og t.d. leucine sem er lykilamminosýran í því að mynda e. (muscle protein synthesis) eða nýmyndum próteina í vefjum. En þetta er ekki eina gerð mysupróteina, heldur höfum við 3 mismunandi undirgerðir af mysupróteinum. 

Whey isolate / Einangrað mysuprótein
: Inniheldur 90-95% prótein, laktósi og fita hefur verið skilin úr og halda oft viðbætt meltingarensím til að hjálpa til við niðurbrot. Mest unnu próteinin og eru dýrust. 

Whey protein concentrate / Próteinblanda
: Inniheldur 50%-88% prótein innihald, er með laktósa og fitu. Er skilgreint sem nokkurskonar meal replacement og hefur sætara bragð. Finnst með sölunöfnunum WPC54, WPC75,WPC80 og WPC88, eftir því hvert próteininnihald er. 

Whey casein / Kasein:  Meltist hægar en hefðbundið mysuprótein og er því frábært til að neyta fyrir svefn og millimála, inniheldur mikið af glútamíni og viðheldur seddu lengur. 

Þó eru til einstaklingar sem einfaldlega geta ekki innbyrggt mysuprótein vegna ofnæma og þá eru hér valkostir


Beefprótein
:  Inniheldur leucine amminósýruna í góðu mæli, er unnið úr nautakjöti, beinum og sinum, sem eru hitameðhöndluð til að brjóta niður próteinin og draga út kollagenríkt prótein. Þetta prótein er auðveltanlegt og fljótfrásogað

Sojaprótein
: Inniheldur allar nauðsynlegar amínósýrur en í virkilegu litlu mæli og getur bætt meltingu vegna þess að þau innihalda góðar prebiotics bakteríur fyrir þarma
.
Baunaprótein
: Er unnið helst úr gulum baunum ( Pisum sativum) Er auðveltanlegt og frásogast hratt eins og önnur jurtaprótein, vinsælasta próteininntaka þeirra sem viðhalda vegan lífstíl og stunda líkamsrækt. Þekkist sem Pea protein og er bæði skilmerkjanlegt sem isolate og concentrate. Hefur hátt próteininnihald en lífsnauðsynlegum amminósýrum er ábótavant sem og leucine.
– Undir þessum skilmerkjum eru hampprótein, hveiti og hrísgrjónaprótein. 

Það sem þarf að koma fram


Fyrir vöðvauppbyggingu
: Veldu prótein með háu Biological value ef þú mögulega getur. 
Fyrir fitutap
: Forðastu viðbættan sykur og maltódextrín (lesist unnin matvæli)
Fyrir sykursýki eða forstigseinkenni áunnar
: Veldu isolate prótein. 

Ráðlögð inntaka próteina yfirvalda er galin í mínum huga, hún er allt of lág. Hraði og streita nútímans skilgreinist í mínum huga undir líkamlega virkni því heilinn og taugakerfið þarf mikla orku. Við notum orku allan daginn, ekki bara í ræktinni. 

Þó svo að ég mæli með fæðuvali þá er gott að hafa í huga fæðubót til að tryggja næringabót í þessu mæli, sérstaklega þegar hraði er það mikill að það gleymist að borða. Þá er þetta það sem kemur mögulega í veg fyrir það að klára tvo kexpakka seinna um kvöldið. Þaðgerist oft undan þeim áhrifum að við erum ekki búin að vera að tryggja næringu dagsins og þar með inntöku góðra próteina. 

Heimildir 

1. Protein Bioavailability – PHD
2. How much protein do you need every day? – Harvard Health
3. Whey Protein 101: The Ultimate Beginner’s 
4. Signaling pathways and molecular mechanisms through which branched-chain amino acids mediate translational control of protein synthesis – PubMed

Leave a comment

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2025.