Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Tíminn – örpistill

Ég birti í gær af mér myndir sem eru teknar með 12 ára millibili.
Mér persónulega finnst þetta ekkert svo rosalega langt síðan

Þó margt vatn hafi runnið til sjávar siðan þá.
Á þessu 12 ára tímabili hef ég sjálfur gengið í gegnum erfiðleika sem hafa mótað eitt og annað í persónugerð minni sem ég held að það sé gangur lífsins. Að við mótumst sem einstaklingar út frá því sem við göngum í gegnum.
Ég hugsa að það styrki okkur í að takast á við aðrar hindranir sem kunna að verða á vegi okkar í lífinu.
Við erum þroskaðri og reynslunni ríkari.
Við erum í miðjum covid-stormi sem við erum búin að fara í gegnum áður, þetta er ekki lengur fordæmalaust eins og Víðir sagði.
Alls konar tilfinningar: leiði, kvíði, óvissa og allskonar annað hundleiðinlegt dót hefur bankað uppá hjá okkur flestum á einhverjum tímapunkti og það er akkúrat ekkert athugavert við það
En það sem eg upplifi sjálfur núna og sé hjá svo mörgum er annað hugarfar en ég sá í vor-lokuninni.
Það er vegna þess að við höfum gengið þessa leið áður og við vitum hvað við þurfum að gera og þetta kemur til með að taka enda og þegar sá tími rennur upp ætlum við að vera vel standandi í lappirnar og vera undirbúin fyrir að gefa enn betur í
Tíminn líður og hann er dýrmæt auðlind og því betur sem við erum skipulögð og með fyrirbyggjandi hugsun gagnvart hindrunum sem verða mögulega í veginum – þá erum við að hampa bikarnum því við erum að sigra okkur sjálf og erum að verða styrkari einstaklingar sem verður erfiðara verður að brjóta á bak aftur.
Þær hindranir sem þú stendur frammi fyrir – Bjóddu þeim birginn og segðu “ég kemst yfir ykkur, engar áhyggjur”

Póstlisti

Please wait...

Takk fyrir skráninguna, heyrumst!

© Allur réttur áskilinn Líkami.is 2024.